Saturday, 22 September 2012

Fara eða vera?

Í dag skrapp ég í "Kringluna" í Lyngby. Þar villtist ég fram og aftur um gangana og alveg pakkað af fólki svona svipað og stuttu fyrir jól heima á Íslandi. Kannski af því það er lokað flesta sunnudaga? Ég sá margt fallegt og bráðnauðsynlegt sem mann vantar ekki neitt eins og tildæmis alveg hrúgu af fallegum skóm í Bianco. Sá líka buxur úr flaueli í einni gellubúðinni. Er flauel að koma aftur? Ég fór til að kaupa buxur sem ég fann ekki en tókst samt að eyða góðum slatta af peningum.

Búin að kaupa mér rosa flottan síma sem ég get ekki ennþá notað hann af því mig vantar í hann sim kort. Fékk í morgun kort frá símafyrirtækinu en þeir afgreiddu mig vitlaust og sendu mér venjulegt kort en ekki micro-sim eins og ég pantaði þannig að nú þarf ég að fá þá til að senda mér nýtt án þess að rukka mig aftur. Gaman að sjá hvernig það fer.

Helstu pælingarnar okkar Sigga þessa dagana eru hvort ég á að fara til London í október eða hann að koma til mín? Mig vantar að fá hann hingað til að setja upp og stilla router og hann þarf náttúrulega líka að sjá hvernig ég bý. Ég fæ hins vegar viku frí í skólanum í október þannig að ég gæti farið þangað í rúma viku. Hins vegar stefnir allt í að það verði slatti af verkefnum sem ég þarf að vinna í fríinu svo kannski er ekkert sniðugt að fara neitt. Verst að við getum ekki bara gert hvort tveggja en flugfélögin passa mjög vel að ódýru fargjöldin eru ekki boði í kringum helgar þegar líklegt er að maður geti nýtt þau.
Kirkjan í Lyngby þar sem ég fer úr strætó þegar ég fer í  miðbæinn (ef ég hjóla ekki)

No comments:

Post a Comment