Eftir að ég kom hingað til Danmerkur hef ég villst um allt! Ég hef tekið strætó í öfuga átt og reddað mér með því að fara í heilan hring með honum. Hefði gert það líka á fyrsta degi í skóla ef það hefðu ekki verið fleiri úr húsinu að fara sömu leið og ég.
Ég hef staðið vegalaus úti á götu og ekki haft hugmynd um hvert ég átti að fara og þurft að hringja og láta lóðsa mig á réttan stað.
Eftir að ég fékk mér reiðhjól - alvöru damecyckel - og fór að hjóla í skólann tókst mér að fara fyrstu 3 ferðirnar milli skóla og heimilis ranga leið. Mér tókst nú samt alltaf að enda á réttum stað! Þetta varð reyndar líka til þess að ég vissi hvar pósthúsið er þegar ég þurfti svo að fara þangað nokkrum dögum seinna.
Nú er ég búin að panta mér nýjan síma sem er með gps og kortum í svo ég geti fundið réttu leiðina næst þegar ég gerist villingur! :)
Fína hjólið mitt sem kemur mér á milli staða - stundum reyndar lengri leiðina :P |
No comments:
Post a Comment