Saturday, 15 September 2012

Skrýtnir Bretar


Nú er ég búin að eyða 3 vikum í Bretlandi og komin yfir til Danmerkur. Í Bretlandi rakst ég á ýmislegt sem er öðruvísi en maður á að venjast:
  • Gangbrautaljós á gatnamótum eru eingöngu til skrauts. Græni kallinn þýðir eins og á Íslandi að það megi ganga yfir en rauði kallinn þýðir bara að það eigi að stoppa ef það er augljóst að annars verði keyrt yfir þig. Þetta á við hvort sem börn eru með í för eða ekki.
  • Zebrabrautir eru galdratæki. Maður þarf ekki annað en að gjóa augunum í áttina að þeim og þá stöðva allir!  (Nota Z viljandi. S í Zebra bara virkar ekki!)
  • Eggjaskerar eru óþekkt fyrirbæri. Búin að fara í ómældan fjölda verslana en hvergi eru eggjaskerar. Alveg ný upplifun hjá mér að sneiða egg ofan á brauð með eldhúshníf!
  • Hver og einasti Breti er fullfær um að keppa í göngu á Ólympíuleikum. Í London er mikið gengið og fólkið er búið að koma sér upp gríðarlegum gönguhraða. Sniglar eins og ég eru því mjög gjarna fyrir á gangstéttum.
  • Annað hvort eru Bretar alltaf að flýta sér eða þeir kunna ekki að ganga rólega. Sjá næsta lið hér fyrr ofan.
  • Þeir flokka allt í frumeindir og það er ekkert skilagjald á umbúðum.
  • Verðlag í London er nákvæmlega það sama og á Íslandi. Eina mögulega ástæðan fyrir að fara til London til að versla væri aukið vöruúrval. Svo er líka mjög auðvelt að versla þar fyrir ljótufatadag í vinnunni. J



No comments:

Post a Comment