Danskar matvöruverslanir eru mjög sérstakar.
Það er ekkert verið að spá í skipulag í mörgm verslunum. Ekki er ólíklegt að
rekast á sams konar vörur á tveimur mismunandi stöðum í versluninni. Vörunum
getur líka allt eins verið hrúgað í körfur eða hillur þar sem kúnninn á að
finna þær.
Vöruúrvalið er líka einkennilegt. Við fyrstu sýn virðast
Danir helteknir af hollustu. Brauðmeti er yfirleitt mjög gróft, lítið og lélegt
úrval er af morgunkorni (líka hollu) og allt sem er sætt er rándýrt
(sykurskattur). Svo gengur maður aðeins lengra inn og þá er hálf verslunin full
af áfengi á spottprís! Það er t.d. ekki óalgengt að ½ ltr af gosi jafnvel meira en tvöfalt
dýrari en bjórinn og vatnið er líka dýrara en bjórinn – sem þó er búinn til úr
vatni! Veit ekki hver hollustan er í því að borða gróft brauð og skola því svo niður
með öli. Og 1/2 ltr af gosi kostar 20-25dkr sem eru ca. 4-500 íslenskar krónur!
Ég hef ákveðnar efasemdir með umhverfismerktu vörurnar í
búðunum. Ég keypti t.d. egg sem eiga að vera úr hænum sem ganga frjálsar (free
range). Skurnið á harðsoðnu eggi var svo pikkfast á að eggið fór meira og minna
í tætlur. Þegar skurnið var loks farið af kom í ljós að rauðan (gulan?) var
fölari en nokkur eggjarauða sem ég hef á æfinni séð og vita bragðlaus! Hænurnar
sem verptu þessum eggjum hafa alveg áreiðanlega aldrei komist í tæri við
ferskan arfa eða nokkuð annað ferskt.
No comments:
Post a Comment