Heil og sæl kæru vinir og kunningar.
Siðasta ár hefur verið
verulega viðburðaríkt hjá okkur hjónunum. Sigga bauðst vinna í London og flutti
þangað í mai. Ég lauk BSc prófi í tæknifræði og ávað að halda áfram námi og
reyna við masterinn. Verðmiðinn á náminu réði því að ég lenti í Danmörku þannig
að við hjónin höfum verið í fjarbúð meira og minna síðan í maí en hittumst
svona u.þ.b. einu sinni í mánuði.
Þegar leið að jólum kom í ljós að Siggi þarf að vinna alla
daga í kringum hátíðar svo það var ekki í boði að taka frí og heimsækja Ísland.
Jólin höldum við þvi tvö saman hér í London og hugsum hlýtt til fjölskyldunnar okkar, ekki síst barnanna okkar og þeirra fjölskyldna.
Við erum búin að kaupa
hamborgarhrygginn og ýmislegt fleira góðgæti, nokkrir pakkar eru komnir í hús
og einhverjir eiga eftir að bætast við. Það mun því ekki væsa um okkur þó
auðvitað verði þetta mikil viðbrigði og við komum til með að sakna þess jafnvel
meira en venjulega að geta ekki hitt fjölskylduna okkar.
Til þeirra sem vanir eru að fá jólakort frá okkur: Einhvern
vegin urðu jólakortin útundan þetta árið. Svona mitt á milli þess að reyna að
ljúka prófum og undirbúa för frá Danmörku til London, gleymdust þau hreinlega! Ég er reyndar búin að kaupa gasalega fín
kort en þau urðu þau eftir í Danmörku þannig að það
er ekki heldur hægt að gera úr þeim áramótakort. Það er því spurning hvort við
gerum úr þeim páskakort, sendum 2 kort um næstu jól eða spörum okkur kortakaup
á næsta ári og notum bara þessi?
En til ykkar allra: Bestu jólakveðjur til ykkar allra með
von um að þið hafið það sem allra best og gleðilegt nýtt ár!
Þessi rós sem rembist við að blómstra hér utan við dyrnar hjá okkur á Þorláksmessu er gott dæmi um breyttar aðstæður hjá okkur þessi jól. |
No comments:
Post a Comment